Site Logo
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM)
17. júní 2017
Punktakeppni
Bakkakotsvöllur
10.06.17 - 16.06.17
Ekki er hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu
Karlar, opin mot : 2900 ISK
Konur, opin mot : 2900 ISK

Upplýsingar

Hið árlega Þjóðhátíðarmót GM fellur niður vegna dræmrar veðurspár og skráningar. Mótið fer fram síðar í sumar og ný dagsetning og skipulag kynnt þegar nær dregur. 


 


Opna Þjóðhátíðarmót GM og Matfugls 


Opna Þjóðhátíðarmót GM og Matfugls er létt og skemmtilegt 9 holu golfmót sem tekur stuttan tíma á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Mótið er punktamót með forgjöf og má spila fleiri en einn hring ef kylfingar kjósa og greiða þeir þá fyrir hvern leikinn hring. Kylfingar geta þó einungis orðið í einu verðlaunasæti. Keppnisgjald er 2.900 kr fyrir fyrsta hring. Ef kylfingar kjósa að leika fleiri hringi þá er greitt 1.900 kr fyrir seinni hring.


Glæsileg verðlaun eru og verða þau veitt fyrir efstu 5 sætin ásamt því að nándarverðlaun eru á öllum 9 brautum vallarins. 


Ef kylfingar vilja leika fleiri en einn hring er þeim bent á að senda tölvupóst á afgreidsla@golfmos.is eða hringja í síma 566 6999.


 


*** Verðlaun ***


1. sæti 40.000 kr gjafabréf í Erninum golfverslun og grillpakki með kjúkling að verðmæti 10.000 kr


2. sæti 35.000 kr gjafabréf í Erninum golfverslun og grillpakki með kjúkling að verðmæti 10.000 kr


3. sæti 25.000 kr gjafabréf í Erninum golfverslun og grillpakki með kjúkling að verðmæti 10.000 kr


4. sæti Grillpakki með kjúkling að verðmæti 10.000 kr


5. sæti Grillpakki með kjúkling að verðmæti 10.000 kr


 


Nándarverðlaun á öllum brautum vallarins


Grillpakki með kjúkling að verðmæti 10.000 kr


 


*** Skilmálar ***


Hámarksleikforgjöf í mótinu er 24 högg fyrir karlmenn og 28 fyrir konur og er veitt leikforgjöf fyrir fyrri níu holur. Mótið gildir ekki til hækkunar eða lækkunar á forgjöf. Heimilt er að leika fleiri en einn hring í mótinu en skal leikmaður þá hafa minnst tvær og hálfa klukkustund milli rástíma. Sami kylfingur getur ekki verið í fleiri en einu verðlaunasæti.


Verði leikmenn jafnir verður úrskurðað um röðun með eftirfarandi hætti:


1. Fyrst gilda flestir punktar á síðustu sex holunum (4-9).


2. Ef leikmenn eru enn jafnir þá er miðað við flesta punkta á síðustu þremur holunum (7-9).


3. Ef leikmenn eru enn jafnir er miðað við flesta punkta á síðustu holu (9).


4. Ef leikmenn eru enn jafnir er miðað við flesta punkta á hverri holu í röð frá áttundu holu til þeirrar fyrstu.


5. Séu leikmenn enn jafnir skal varpa hlutkesti um röð manna.


Verði menn jafnir í nándarmælingum mun hlutkesti ráða hver hlýtur nándarverðlaun. Mótanefnd áskilur sér allan rétt til breytinga á mótinu. Keppnisgjald: 2.900 kr. Tilkynnt verður um vinningshafa á heimasíðu okkar golfmos.is.

Til baka