Site Logo
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM)
23. júní 2017
Betri bolti
Hlíðavöllur
Hlíðavöllur
Hlíðavöllur
10.06.17 - 22.06.17
Ekki er hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu
Karlar, opin mot : 9900 ISK
Konur, opin mot : 9900 ISK

Upplýsingar

Móti frestað vegna ónægrar þátttöku


 


Í fyrsta skipti í sumar heldur GM, í samstarfi við Ballantines, óviðjafnanlegt betriboltamót á Hlíðavelli. Leikið verður punktakeppni í betri bolta en mótið samanstendur af tveimur hringjum.


Fyrri hringurinn verður leikinn 23. júní og verður ræst út á öllum teigum samtímis kl 17:30, um kvöldið verður svo boðið upp á léttvínskynningu frá Jacobs Creek.
Einnig verður ræst út á öllum teigum samtímis á laugardeginum og hefst ræsing stundvíslega kl 09:30.


Rástímaskráning er aðeins til þess að skrá í mótið en ræst verður út á öllum teigum samtímis


Föstudagur: Mæting klukkan 17:00 - ræst út klukkan 17:30


Laugardagur: Mæting klukkan 9:00 - ræst út klukkan 9:30


Glæsilegt hátíðarboð Ballantines fer síðan fram að kvöldi laugardags í nýrri aðstöðu GM og þá verða verðlaun veitt.


Matseðill:


Forréttur
-Bruchetta carpaccio grænt pestó
-Bruchetta tómat,mozzarella og basil.
 
Aðalréttur

-Grillað lambafillet
-Grillað “drunken” kjúklingabringur í Ballentine´s brine.
-Grillaður aspas.
-Grillaðir maísstönglar.Meðlæti
Bakaðar kartöflur, piparsósa, Ballentine's BBQ sósa, ferskt salat, heimabakað brauð með pesto og smjöri
 
Eftirréttur
Blaut súkkulaðikaka með ís


 


Glæsileg verðlaun eru fyrir fimm efstu sætin auk átta nándarverðlauna. Einnig verða ýmis óvænt aukaverðlaun í boði og aldrei að vita nema einhver rekist á gylltu Ballantines kúluna út á velli. Sá heppni kylfingur sem finnur hana fær 17 ára Ballantines flösku í verðlaun.


Verðlaun


Verðlaunalisti
1. sæti Ping járnasett (7 kylfur) og 17 ára Ballantines *2
2. sæti Ping driver og 12 ára Ballantines *2
3. sæti Ping golfpoki og Ballantines Finest *2
4. sæti Ping pútter *2
5. sæti Ping ferðacover *2

Nándarverðlaun 
Veitt verða glæsileg nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins báða dagana. 


 


Hámarksforgjöf í mótinu er 24 fyrir karla og 28 fyrir konur. 

Til baka