Site Logo
Golfklúbbur Selfoss (GOS)
24. júní 2017
Annað - sjá lýsingu
Svarfhólsvöllur
12.06.17 - 24.06.17
Ekki er hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu
Karlar : 0 ISK
Konur : 0 ISK

Upplýsingar

Jónsmessumót GOS 2017.


 


Spilaðar verða 9 holur í svokölluðum Double Chance leik. Það þýðir að ef kylfingur hefur vallarforgjöfina 9 þá fær hann 9 sinnum að endurtaka högg sitt í þeirri von um að ná betra skori. Það má endurtaka öll högg hvort sem er af teig, úti á velli eða pútt inni á flötum. Víðsvegar um völlinn verður síðan ýmiskonar fjársjóður falinn sem annað hvort hjálpar kylfingum eða getur gert þeim erfiðara fyrir.


 


Ekki er nauðsynlegt að skrá sig, nóg að mæta bara um kvöldið. Mæting kl. 21:00 og eins og áður byrjum við á léttum pub quiz spurningaleik. Stefnt er síðan á að byrja spila kl. 22:00, ræst út af öllum teigum á sama tíma. Fólk getur fengið að raða sér sjálft í holl ef það hefur áhuga. Allir meðlimir GOS velkomnir og þeim óhætt að koma með gest eða gesti með sér líka.

Til baka