Site Logo
Golfklúbbur Borgarness (GB)
22. júlí 2017
Texas scramble
Hamarsvöllur
31.03.17 - 21.07.17
Greiða verður með Visa eða Mastercard við skráningu
Karlar : 12000 ISK
Konur : 12000 ISK

Upplýsingar

Icelandair Hotels Open 2017:


Þátttökugjald kr. 6.000 per mann eða kr. 12.000 á lið (teymi).


Leikform: Texas scramble deilt með 3.  Hámarksforgjöf  er 24 (karla) og 28 (kvenna). Vallarforgjöf beggja keppenda er lögð saman og deilt  í með þremur. Hún getur aldrei orðið hærri fyrir teymið en þess sem lægri hefur vallarforgjöfina.  


Ath. Ekki er mark takandi  á forgjöfinni sem birtist við skráningu á golf.is. Hún er ekki í takt við ofangreinda reikniformúlu. 


 Verðlaun í höggleik með forgjöf fyrir 1. til 15. sæti  (tvenn verðlaun í hverju sæti) eru: 1. sæti: Flugmiði til Evrópu ( x2)

 2. sæti: Golfpakki Icelandair Hotels á Hamri. Gisting fyrir tvo, golf og kvöldverður  (x2)

 3. sæti: Gjafabréf frá Fastus að upphæð kr. 30.000 (x2)

 4. sæti: Gjafabréf. Gisting fyrir 2 (m.  morgunmat)  á  Icelandair Hotels að eigin vali (x2)

 5. sæti: Grillpakki frá Kjötsölunni og rauðvín að verðmæti kr. 20.000 (x2)

 6. sæti: Gjafabréf. Gisting m. morgunverði á Hótel Edda að eigin vali (x2)

 7. sæti: Grillpakki frá Kjarnafæði ásamt vínflösku*  (x2)

 8. sæti: Gjafabréf. MS ostakarfa ásamt rauðvínsflösku* (x2)

 9. sæti: Fimm hringja gjafabréf (klippikort) á Hamarsvöll + rúta af bjór* (x2)

 10. sæti: Titlest golfgjafapakki (x2)

 11. sæti: Fimm hringja gjafabréf (klippikort) á Hamarsvöll + vínflaska* (x2)

 12. sæti: Fimm hringja gjafabréf (klippikort) á Hamarsvöll + vínflaska* (x2)

 13. sæti: Gjafapakki frá Hótelvörum ehf. (x2)

 14. sæti: Gjafabréf á dögurð „brunch“ á Vox Restaurant (x2)

 15. sæti: Gjafabréf á Geira Smart Restaurant (x2)


 Bezta skor teymis (án forgjafar) : 1. sæti : Flugmiði til Evrópu ( x2)


Nándarverðlaun:


2 hola:  Gjafabréf á Restaurant Kol. Kvöldverður fyrir tvo


8 hola: (Hótelbrautin): Golfpakki # 2 Icelandair Hotels á Hamri. Gisting   fyrir tvo,  golf og kvöldverður


10 hola: Gjafabréf á Marshall Restaurant.  Kvöldverður fyrir tvo


14 hola:  Gjafabréf á Restaurant Kol.  Kvöldverður fyrir tvo


16 hola: Gjafabréf á Marshall Restaurant.  Kvöldverður fyrir tvo


Lengsta teighögg karla og kvenna á 7. braut (hin Hótelbrautin): Vínpakki*


Lengsta teighögg karla og kvenna á 18. braut:  Vínpakki*


 


Dregið verður úr skorkortum FYRIR mót og verðlaunahöfum tilkynnt á teig.


Mögulega verða fleiri verðlaun en að ofangreindu veitt. En það kemur í ljós á mótsdag.


Teiggjafir að verðmæti ca. kr. 4.500 pr. mann (9.000 pr. teymi)


Sama teymi getur ekki unnið til verðlauna  í báðum keppnisflokkum.


 * Ef yngri en 20 ára vinna vín eða vínpakka í verðlaun fá þeir samsvarandi verðmæti í gosi.


Afskráning þarf að gerast fyrir kl. 18.25 þann 20. júlí. Ella eru viðkomandi ábyrgir fyrir sinni skráningu.


 Sækja þarf verðlaun fyrir 31. júlí 2017


 


Ath: Leikmenn verða að hafa virka forgjöf til að geta unnið til verðlauna.


 


 Mótanefnd áskilur sér rétt til breytingar.

Til baka