Site Logo
Golfklúbbur Öndverðarness (GÖ)
16. september 2017
Almennt
Öndverðarnesvöllur
03.09.17 - 15.09.17
Ekki er hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu
Karlar : 5000 ISK
Konur : 5000 ISK
Karlar 70 ára og eldri : 5000 ISK

Upplýsingar

Lokamót GÖ og GOODYEAR & SCANIA verður haldið laugardaginn 16. sept 2017. Skráning er hafin.


 


Mótið er innanfélagsmót þar sem meðlimir GÖ geta boðið gesti að spila með sér. Annar liðsfélaganna skal vera meðlimur í GÖ.


 


Mótsfyrirkomulagið er betri punktafjöldi á holu, tveir saman í liði. Allir karlar spila á gulum teigum nema 70 ára og eldri mega spila á rauðum teigum og fá þá forgjöf miðað við þá teiga. Hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28.  Leikmenn liðanna skulu skráðir hvor á eftir öðrum í rástíma.


 


Þátttökugjald í mótið er kr. 5.000 pr. mann. Tvíréttuð kvöldmáltíð er eftir mót kl 19:30 og kostar kr. 4.400 pr. mann, samtals kr 9.400 sem rukkað er við mætingu í mót. Gert er ráð fyrir að keppendur skrái sig bæði í mót og mat, en ef einhverjir vilja einungis taka þátt í móti skulu þeir senda tölvupóst á netfangið kappleikjanefnd@gogolf.is fyrir kl. 12 á hádegi föstud. 15/9.


 


Glæsileg verðlaun verða í boði frá styrktaraðila mótsins,  GOODYEAR & SCANIA. Verðlaunaafhending fer fram í lokahófi undir borðhaldi og þar verður dregið úr skorkortum viðstaddra.


 


Dansleikur verður svo í skálanum að loknu borðhaldi með tilheyrandi fjöri.


 


Gestir keppenda eru velkomnir í mat sem kostar kr 4.400.- á mann. Gesti skal tilkynna á netfangið kappleikjanefnd@gogolf.is fyrir kl 12 föstudag 15.09.17 og gjald fyrir gesti skal greiðast um leið og þátttökugjaldið.


 


Einungis kylfingar með löglega EGA forgjöf geta unnið til verðlauna og jafnframt verður annar liðsfélaganna að vera meðlimur í GÖ.

Til baka