Site Logo
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM)
13. ágúst 2017
Punktakeppni
Hlíðavöllur
08.08.17 - 12.08.17
Ekki er hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu
Karlar, opin mot : 5900 ISK
Konur, opin mot : 5900 ISK

Upplýsingar

Sunnudaginn 13. ágúst heldur VITAgolf í samstarfi við Golfklúbb Mosfellsbæjar VITAgolfmótið. Leikið verður á Hlíðavelli og verða veitt verðlaun fyrir 6 efstu sætin í punktakeppni. Einnig verða veitt nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins auk þess sem ótal skemmtileg aukaverðlaun verða veitt.


Skráning í mótið hefst fyrir aðra en VITAgolf viðskiptavini kl. 12.00 þriðjudaginn 8. ágúst og lokar laugardaginn 12. ágúst  - eða þegar fullt er í mótið.


Viðskiptavinir VITAgolf sem ferðast hafa með VITAgolf síðasta árið býðst að skrá sig í forskráningu í þetta stórglæsilega mót en ljóst er að ásókn verður mikil í mótið. Viðskiptavinir VITAgolf munu fá tölvupóst sendan til sín með upplýsingum um hvernig standa beri að forskráningu. Ef þú hefur ferðast með VITAgolf síðast liðið ár en hefur ekki fengið tölvupóst bendum við þér á að senda póst á golf@vita.is sem fyrst.


 


*** Verðlaun ***


 


Punktakeppni:
1 sæti – 100.000 kr gjafabréf í golfferð með VITAgolf til Spánar eða Portúgal 2017/18 + Ostakarfa frá MS
2 sæti – 75.000 kr gjafabréf í golfferð með VITAgolf til Spánar eða Portúgal 2017/18 + Ostakarfa frá MS 
3 sæti – 60.000 kr gjafabréf í golfferð með VITAgolf til Spánar eða Portúgal 2017/18 + Ostakarfa frá MS
4 sæti – 50.000 kr gjafabréf í golfferð með VITAgolf til Spánar eða Portúgal 2017/18 + Ostakarfa frá MS
5 sæti – 40.000 kr gjafabréf í golfferð með VITAgolf til Spánar eða Portúgal 2017/18 + Ostakarfa frá MS
6 sæti – 30.000 kr gjafabréf í golfferð með VITAgolf til Spánar eða Portúal 2017/18 + Ostakarfa frá MS


 


Aukaverðlaun
Nándarverðlaun á 3. braut: 20.000 kr gjafabréf á Argentína Steikhús + Ostakarfa frá MS
Nándarverðlaun á 7. braut: 20.000 kr gjafabréf á Argentína Steikhús+ Ostakarfa frá MS
Nándarverðlaun á 15. braut: 20.000 kr gjafabréf á Argentína Steikhús + Ostakarfa frá MS
Nándarverðlaun (kk) á 18. braut: 40.000 kr gjafabréf í ferð með VITAgolf
Nándarverðlaun (kvk) á 18. braut: 40.000 kr gjafabréf í ferð með VITAgolf
Næst holu á 10. braut eftir 2. högg: 20.000 kr gjafabréf á Argentína Steikhús + Ostakarfa frá MS
 


Ef allir keppendur mótsins ljúka leik undir 4 klst og 15 mínútum þá verður dregin út vikuferð til Spánar eða Portúgal, ein í karlaflokki og ein í kvennaflokki. Keppendur þurfa ekki að vera viðstaddir við útdrátt.


Engin formleg verðlaunaafhending fer fram en hægt er að nálgast vinninga í afreiðslu GM á Hlíðavelli frá og með mánudeginum 14. ágúst. Úrslit mótsins verða birt á heimasíðu GM - www.golfmos.is


 


*** Skilmálar ***


 


Til að vinna til verðlauna þarf viðkomandi leikmaður að hafa virka og löglega EGA forgjöf. Hámarksforgjöf í mótinu 28.0 fyrir konur og 24 fyrir karla. Verði tveir eða fleiri jafnir með nándarverðlaun verður hlutkesti varpað til að úrskurða um sigurvegara. Leikmenn geta aðeins unnið til verðlauna í einum flokki. Ef jafnt er í verðlaunasætum verður úrskurðað um sigurvegar á seinni 9, síðustu 6, síðustu 3 og loks 18 holu. Ef jafnt er ennþá er skor leikmanna tekið holu á móti holu frá 1. holu til 18. og vinnur sá aðili sem skilar betri skori / punktum fyrr á hringum á tiltekinni holu. Ef þetta dugar ekki verður notast við hlutkesti. Mótanefnd áskilur sér allan rétt til breytinga á mótinu. 


 


*Vinni einstaklingar yngri en 20 ára til verðlauna fá þeir gosdrykki í stað áfengis.


 


Mótanefnd GM

Til baka