Site Logo
Golfklúbbur Norðfjarðar (GN)
20. ágúst 2017
Almennt
Grænanesvöllur
01.07.17 - 19.08.17
Ekki er hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu
Opinn flokkur Konur : 4000 ISK
Opinn flokkur karla : 4000 ISK
Öldungaflokkur 65ára+ -rauðir- : 4000 ISK
Opinn flokkur unglinga : 2000 ISK

Upplýsingar

Keppnisfyrirkomulag hefðbundið:


Punktakeppni og höggleikur án forgjafar. 


Mótið hefst kl. 9:00 og skráning er á golf.is, í golfskálanum eða í símum 477-1165 og 847-8208 og er skráningarfrestur til kl. 18:00 laugardaginn 19. ágúst. Staðfestur rástími verður gefinn út kl. 20:00 sama dag.


Verðlaun verða veitt fyrir: 


Punktakeppni: 1. - 4 sæti í opnum flokki fyrir punkta


Höggleikur: 1. - 2. sæti í höggleik kvenna, 1. - 2. sæti í höggleik karla, 1. - 2. sæti í höggleik öldunga (65+ -rauðir-)


Nándarverðlaun: Tvenn nándarverðlaun (næstur holu á 4./13. braut og 9./18. braut)


Veittur verður bikar sem gefinn er af Stefáni Þorleifssyni til minningar um Guðrúnu konu hans. Þennan bikar geta einungis konur úr GN unnið á mótinu fyrir punkta. Einnig verða veitt verðlaun til GN félaga fyrir punktakeppni í karla- öldunga- og unglingaflokki.


Ath. Leikmaður getur ekki unnið til verðlauna í punktakeppni nema vera með löglega EGA forgjöf sbr. stjörnumerkingu  forgjafar leikmanns á golf.is


Leikmaður getur ekki unnið til verðlauna í punktakeppni hafi hann unnið til verðlauna í höggleik.


** Stefánsmót GN og SÚN er hluti af mótaröð sem heitir bikarkeppni Austurlands sem er samstarfsverkefni GBE, GFH, GKF, GSF og GN

Mótanefnd áskilur sér rétt til breytinga á formi og framkvæmd mótsins ef nauðsyn krefur svo sem að þétta mótið eða fella niður flokka fáist ekki næg þátttaka


Innifalið í mótsgjaldi er flott veisluborð að hætti klúbbfélaga.


 

Til baka