Site Logo
Golfklúbburinn Dalbúi (GD)
12. ágúst 2017
Höggleikur án forgjafar
Dalbúi
20.06.17 - 10.08.17
Ekki er hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu
Allar Konur : 3500 ISK
Allir Karlar : 3500 ISK

Upplýsingar

ATHUGIÐ! Mótinu hefur ver aflýst þar sem þátttaka þótti ekki næg.


 


Miðdalsmótið, meistaramót Grafíu, stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum verður haldið laugardaginn 12. ágúst á golfvelli Dalbúa í Miðdal. Ræst verður út kl. 11:00, en mæting er kl. 10:15. Gert er ráð fyrir að fjórir séu í hverjum ráshópi og verða allir ræstir út á sama tíma. Keppendum verður raðað á teiga í upphafi móts.


Félagsmenn Grafíu eru hvattir til að taka með sér gesti!


VERÐLAUN:


Keppt er um farandbikar Grafíu ásamt eignabikar í punktakeppni með forgjöf (hæsta leikforgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum).


Keppt er um Postillonbikarinn í höggleik án forgjafar.


Veitt verða sérstök verðlaun fyrir lengsta teighögg á 3./12. braut fyrir konur og karla og nándarverðlaun á 5./14. braut og 8./17. braut.


Loks verður fjöldi annarra verðlauna dreginn úr skorkortum.


VEITINGAR:


Kaffiveitingar fyrir og á meðan á keppni stendur. Að leik loknum verða grillaðir hamborgarar og boðið uppá léttar veitingar.


ÞÁTTTAKA:


MÓTIÐ ER OPIÐ ÖLLUM STARFSMÖNNUM Í PRENTIÐNAÐI.


Tilkynna ber þátttöku, nafn, kennitölu og forgjöf, fyrir 11. ágúst í síma 552 8755 eða á netfangið grafia@grafia.is


Einnig er mögulegt að skrá sig á golf.is


Þátttökugjald er 3.500 kr. og er innifalið í því vallargjald og allar veitingar.


Tjaldsvæði er í Miðdal.

Til baka