Site Logo
Golfklúbburinn Oddur (GO)
15. ágúst 2017
Texas scramble
Urriðavöllur
01.08.17 - 14.08.17
Ekki er hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu
Opinn flokkur karla : 3000 ISK
Opinn flokkur kvenna : 3000 ISK
Guðmundur Borgþórsson. Svavar Geir Svavarsson.Laufey Sigurðardóttir

Upplýsingar

POWERADEMÓTARÖÐ GO 2017
nr. 4 TEXAS SCRAMBLE.


Texas Scramble: Höggleikur með forgjöf. 


Í Textas Scramble leika tveir leikmenn saman í liði.  Leikurinn fer þannig fram að báðir leikmenn slá af teig og velja síðan betra teighöggið. Því næst slá báðir af þeim stað og velja svo aftur betra höggið.  Þannig gengur leikurinn þar til einn bolti er kominn í holuna. Forgjöf liðs er lægri leikforgjöf kylfings í liðinu.


Rástímaskráning hefst kl. 12.00 þann 1. ágúst.


Liðakeppni


Keppnisreglur og skilmálar.


Leiknar verða fimm umferðir.
 
Í 4. umferð er leikin texas scramble dags: 15. ágúst


Í 5. umferð er leikin hefðbundin punktakeppni.Dags:2.sept. LOKAMÓT.  Þrjú mót af fimm telja til stiga.

Flott verðlaun eru veitt í mótaröðinni og 10 efstu liðin hljóta glæsileg verðlaun. Sigurpar hvers móts fær einnig verðlaun "út að borða" ásamt því að veitt verða nándarverðlaun og ýmisleg óvænt afbrigði verðlauna til að gera mótið skemmtilegt.
Öll verðlaun í mótinu eru afhent í sérstöku lokahófi sem ráðgert er að sé haldið að loknu lokamót mótaraðarinnar.


 
  • Allir kylfingar í GO með skráða forgjöf hafa keppnisrétt.
  • Hámarks leikforgjöf er gefin 37 hjá körlum og 43 hjá konum.
  • Fjöldi keppenda í hverju liði mega vera að hámarki sex.
  • Allir í liðinu mega keppa en tveir bestu telja í hverju móti.
  • Þeir tveir kylfingar sem skora best fyrir lið sitt í punktakeppni telja til stiga í heildarstigakeppninni.
  • Í liðakeppni (sem telst vera) Texas scramble og betri bolti gildir besta parið til stiga í heildarstigakeppninni.  
 


Við skráningu þarf að taka fram: 
Heiti liðs, nafn fyrirliða ásamt netfangi og símanúmeri.  Fullt nafn og kennitölu keppanda þeirra sem í liðinu eru. 
Skráning liða í síma 565-9092 eða á netfang  afgreidsla@oddur.is

Ræst verður út á fyrirfram ákveðnum tímum. Mótsstjórn skipa: Valdimar Júlíusson formaður mótanefndar, 
Svavar Geir Svavarsson héraðsdómari, Laufey Sigurðardóttir héraðsdómari.
Tökum þátt og eigum skemmtileg sumar saman.


 

Til baka