Site Logo
Golfklúbbur Grindavíkur (GG)
11. ágúst 2017
Almennt
Húsatóftavöllur
08.08.17 - 11.08.17
Ekki er hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu
konur opið : 7500 ISK
Halldór Smárason

Upplýsingar

Hið glæsilega kvennamót Bláa Lónsins verður haldið á Húsatóftavelli þann 11. ágúst næstkomandi.


Færri hafa komist að í þetta mót en vilja, því hefur það verið ákveðið að þær konur sem voru hjá okkur í fyrra hafi forgang í mótið. Þær konur sem tóku þátt í fyrra þurfa því að hafa samband við Halldór hjá GG 4268720 eða á gggolf@gggolf.is og staðfesta þátttöku sína fyrir mánudaginn 7. ágúst. Opnað verður fyrir skráningu í laus pláss þriðjudaginn 8. ágúst kl. 20:00. Þær konur sem tóku þátt í fyrra og komast ekki í ár geta EKKI ráðstafað sínu plássi.


Ræst verður út af öllum teigum kl. 10:00. Léttur morgunverður kl. 09:00 áður en mót hefst. Huggulegar veitingar í dömuboðstjaldi úti á velli. Veitingar og verðlaunaafhending í skála að móti loknu. Verð í mótið er 7500 kr.


Vinningaskrá:


1. sæti höggleikur:  Blue Lagoon Premium Heimsókn og óvissuferð á Lava fyrir tvo og 30 mín nudd fyrir tvo. Blue Lagoon Maskaþrenna / Signature Masks                                                                                                                                             


1. sæti punktakeppni:Blue Lagoon Premium Heimsókn og óvissuferð á Lava fyrir tvo og 30 mín nudd fyrir tvo. Blue Lagoon Maskaþrenna / Signature Masks                            


2. sæti punktakeppni Blue Lagoon Premium Heimsókn og óvissuferð á Lava fyrir tvo. Blue Lagoon Maskaþrenna / Signature Masks                                                                                                                                                                              


3. sæti punktakeppni Blue Lagoon Premium Heimsókn og óvissuferð á Lava fyrir tvo. Blue Lagoon Maskaþrenna / Signature Masks


Teigjöf sem inniheldur Blue Lagoon varasalva, vöruprufur, vatn og hafraköku.


Nándaverðlaun á öllum par 3. holunum og svo verða dregnir út vinningar úr skorkortum viðstaddra 


Stóru tíðindin eru sú að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur á LPGA mótaröðinni mun koma og taka þátt í mótinu. Við erum mjög spennt að sjá Ólafíu spila Húsatóftavöll.

Til baka