Site Logo
Golfklúbbur Grindavíkur (GG)
1. september 2017
Annað - sjá lýsingu
Húsatóftavöllur
24.07.17 - 01.09.17
Ekki er hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu
Karlar -20 : 8500 ISK
Karlar +20 : 8500 ISK
Konur -20 : 8500 ISK
Konur +20 : 8500 ISK

Upplýsingar

Golfmót félags viðskipta og hagfræðinga. 


Ræst út af öllum teigum kl. 14:00. 


Golfmótið verður haldið í ár á Húsatóftarvelli í Grindavík, föstudaginn 1.september. Mótið verður ræst út kl. 14:00 og verður rútuferð úr Reykjavík kl. 12:30 frá Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7


Mótið er opið öllum viðskiptafræðingum og hagfræðingum og er þeim heimilt að bjóða með sér gestum. Þetta er léttleikandi mót þar sem bæði lág- og háforgjafamenn geta spilað. Mótið er punktakeppni með forgjöf, keppt er í karla, kvenna og B flokki (forgj. 20+, en hámarks forgjöf er 28). Mótið er annálað fyrir fjölda og glæsileika verðlauna – þannig að þetta er mót sem enginn félagsmaður FVH má láta framhjá sér fara.


Þátttökugjald er 8.500 krónur á manninn, innifalið mótsgjald og matur í golfskálanum. Allir eiga mjög góða möguleika á vinning en vinningarnir í ár eru fjölmargir og veglegir. Golfmót FVH hefur ávallt verið gríðarlega vinsælt en  fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því best að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér sæti.


Afskráning úr mótinu inni á golf.is er heimil til kl. 23:59 þann 28. ágúst.

Til baka