Site Logo
Golfklúbbur Seyðisfjarðar (GSF)
9. september 2017
Punktakeppni
Hagavöllur
08.09.17 - 08.09.17
Ekki er hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu
Opinn flokkur karla : 5000 ISK

Upplýsingar

 


Lávarðaleikar GSF  2017


 


Þátttökugjald kr. 5.000                                                             


Fyrirkomulag leiks: Ræst er út á öllum teigum samtímis, stundvíslega kl.09.01.


Leiknar eru 19 holur.


Leikurinn er punktakeppni með fullri forgjöf .


Nándarverðlaun á 9/18 braut.  


Lengsta “dræv” á 7./16. braut.


 


Teiggjafir: Að hætti Lávarða GSF


 


Keppt er um, mikið eftirsótta , 3 heiðurstitla GSF 2017


 


Meistari Lávarða GSF 2017 (Þátttakendur hæstvirtir Lávarðar GSF)  


verðlaun Farandbikar ásamt eignastyttu


Aðrir keppendur fá glæsilegar viðurkenningar


 


Meistari Riddara GSF 2017 ( þátttakendur ljúfir Riddarar GSF)


verðlaun. Farandbikar ásamt eignastyttu


og 3. verðlaun. Grand “a la Lordar”.


 


B-Lange -Þorvaldsbrautarbani 2017.    Sláttur hefst kl. 21.33.


Hver keppandi fær einungis eitt högg./slátt


Teigur og “grín” á Þorvaldsbraut (9) flóðlýst . (Lávarðalýsing)


Tól: Hin glæsilega og rándýra ofur-9, B-LANGE.


Sigurvegari er sá sem næstur er holu ( stíf-mæling /stækkunargler á staðnum)


Ath B-Lange- Þorvaldsbrautarbani 2016 slær upphafshöggið.


 


Verðlaun: Farandgripur ásamt öðrum til eignar.


 


Útnefndur verður: Besti vinur Lávarða 2017 s.m.br. 41 gr. í reglum Lávarða.


Viðurkenning : Farandgripur ásamt eignargrip.


 


Inntaka nýrra Lávarða -félaga nr. 22 að hætti Lávarða GSF.


 


Um kvöldið, stundvíslega,  kl. 19.38.  bjóða Lávarðar til uppskeruhátíðar í 


Golfskála GSF, HAGAVELLI.


 


Þar munu þátttakendur og stuðningsmenn, full girtir í brók að vanda, kýla vambir sínar og væta kverkar. Í boði verður magnaður Lávarðadrykkur, grillað sjálftekið sauðakjét með þæfðum strimlum, úttroðnum jarðeplum og mauluðu meðlæti. Tann-rífur, handa- fótaþvingur, hrákadallar , svitalykta-drepir , hrygg- leggja og ylja -klórur, verða ávallt til taks hér og þar.


Að afloknum gríðarmögnuðum snæðingi ganga þeir síðan gargandi léttir til leiks út í tælandi náttúruna og æpandi kveldið eins og sönnum GSF félögum einum sæmir .                        


 


Rútuferð verður í Kaupstaðinn kl. 23.40.21 , að Seyðfirskum tíma.


 


Strákar: Muna að geyma “Dúkkulísurnar  ykkar “  heima,   (sjá 23.gr.6. mgr. í reglum Lávarða GSF)    


 


Sjáumst hressir og munið; “Glaðir ganga GSF félagar til Lávarðaleika”!


 


Þorvaldur Jóhannsson form Lávarða GSF og Jón Magnússon yfir-Lord.

Til baka