Site Logo
Golfklúbburinn Oddur (GO)
8. september 2017
Punktakeppni
Urriðavöllur
07.09.17 - 07.09.17
Ekki er hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu
Opinn flokkur karla : 7500 ISK
Opinn flokkur kvenna : 7500 ISK

Upplýsingar

Föstudaginn 8 september verður haldið áskorendamót á milli  Oddfellowa og Frímúrara á Urriðavelli.


Golfklúbbur Oddfellowa og Golfklúbburinn Frímann/Mímir standa fyrir keppninni.


Þátttökurétt hafa allir Oddfellowar og Frímúrarar á Íslandi. Leikið er holukeppni svo kölluð Ryder keppni tveir og og tveir í sama liði og spilað er Texas Scramble.


Ræst er út kl. 13:00 á öllum teigum.


Skráning fer fram á Golf.is.


Keppendur sendi inn ósk um samherja til Baldvins Magnússonar baldvin@huseign.is og Jóhanns Úlfarssonar joulf@icelandair.is (Frímúrarar) og svo Ragnars Halldórssonar rhall160@gmail.com og Ásgeirs Ingvason asgeiri@simnet.is.


Mótsstjórn sér svo um að raða niður í hollin fyrir keppnisdag. Verðlaunaafhending og matur verður svo í lok móts í skála Golfklúbbsins Odds.


Mótsgjald er kr. 7.500.- með mat.


Matseðill: Súpa og brauð fyrir mót með hefðbundnum hætti.


Kvöldverður að loknu móti að hætti meistara Nikulásar.


Góður félagsskapur í góðra vina hópi.


Reglugerð.  1. Þátttökurétt hafa allir Oddfellowar og Frímúrarar á Íslandi .

  2. Keppnin fer fram á hverju ári og sameinast Oddfellowar og Frímúrarar á að halda keppnina.

  3. Keppnisfyrirkomulagið er holukeppni að hætti Ryder og spila 2 og 2 saman og sigurvegari er liðið sem vinnur fleiri holur. Veitt verða ein verðlaun til þess liðs sem vinnur fleiri holur. Verðlaunin er farandgripur sem sigurvegarar varðveita í eitt ár eða fram að næsta móti.

  4. Einnig er keppt í punktakeppni Texas Scramble (2 í liði) milli aðila, fyrirkomulagið er samanlögð forgjöf deilt með þremur.  Forgjöf verður þó aldrei hærri en lægri forgjöf hjá öðrum spilaranum. Dæmi: sé annar kylfingurinn með 24 og hinn með 0, þá er forgjöfin 0, en tveir með 12 og 13 í forgjöf (samtals 25) fá 8 í leikforgjöf. Hámarksforgjöf 24 / 28.

  5. Endanleg niðurröðun keppenda í holl er í höndum mótanefndar.

  6. Mótshaldarar veita einnig aukaverðlaun, nándarverðlaun á par 3 brautum og fyrir lengsta teighöggið

Til baka