Site Logo

Siðareglur golf.is

Siðareglur golf.is

Þessar leiðbeiningar eru til þess gerðar að allir geti haft ánægju af golf.is.

Sýndu öðrum virðingu - Góð samskipti bæta leikinn

  • Kylfingar eru sérstakur hópur með ólíkar skoðanir. Það er hið besta mál en þýðir líka að við þurfum að sýna hvert öðru tillitssemi og virðingu. Ekki láta í ljósi neikvæðar eða niðrandi athugasemdir gagnvart öðrum kylfingum og öðrum aðilum sem koma að íþróttastarfi með einum eða öðrum hætti.

Skráðu nafn á rástíma eða í mót

  • Því fylgir ábyrgð að skrá kylfing á rástíma. Sá sem er skráður þarf að standa við skuldbindingar sínar gagnvart viðkomandi klúbbi og þeim sem skráðir eru í sama rástíma. Láttu vita tímanlega í klúbbhúsi að þú sért mætt/ur og kynntu þér líka frest til afskráningar ef eitthvað óvænt kemur upp á.

Ef þú brýtur reglurnar

Við tökum reglur alvarlega og vonum að þú gerir hið sama. Ef kylfingur skeytir ítrekað engu um þessar leiðbeiningar þá verðum við að bregðast við. Slíkt getur t.d. falist í að loka aðgangi að velli eða golf.is í ákveðinn tíma. Þú færð í flestum tilfellum viðvörun en ef brotið er alvarlegt lokast aðgangurinn án viðvörunar. Slíkt er talið réttlætanlegt í því skyni að gæta hagsmuna alls þorra kylfinga sem vilja veg íþróttarinnar sem mestan. Hafa verður samband við klúbbinn ef aðgangur hefur lokast.

Segðu okkur frá

Ef þú verður þess áskynja að reglur séu brotnar við skráningar í rástíma eða mót á golf.is þá máttu láta okkur vita með því að senda okkur tölvupóst á info@golf.is

Samantekt

Vertu jákvæður og berðu virðingu fyrir öðrum og þeim reglum sem golf.is setur hverju sinni. Í flestum tilvikum sendum við þér fyrst viðvörun ef eitthvað óeðlilegt hefur gerst. Við reynum alltaf að bregðast rétt við.

Þessar leiðbeiningar eru til að tryggja að allir kylfingar geti notið sín á golf.is. Við erum ekki að setja reglur um hvernig þú eigir að haga þér, heldur búa þannig um hnútana að við komum fram við alla af virðingu. Við vonum að þú sjáir það eins og sért sammála okkur. Ef þú ert ekki á sömu skoðun, eða með tillögur getur þú alltaf sent okkur póst hér.

Þessar leiðbeiningar breytast með tímanum þannig að gott er að kíkja á þær öðru hverju.

Með bestu kveðju, golf.is